DAGATAL SLÖKKVILIÐSINS 2020

Heimsleikafarar SHS

Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna (World Police and Fire Games, WPFG) eru haldnir á tveggja ára fresti. Þar koma saman viðbragðsaðilar úr öllum heimsálfum og keppa sín á milli í tugum íþróttagreina.

Þetta dagatal er gefið út til að fjármagna ferðalög slökkviliðsmanna og -kvenna á leikana.

WPFG 2021 fara fram í Rotterdam, Hollandi. Áður hafa þeir farið fram víða um heim, m.a. Ástralíu, Spáni, Írlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Kanada og núna síðast í Kína 2019.

Stærstu heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna hingað til voru haldnir í New York árið 2011, en meira en 16.000 manns voru skráðir til leiks frá 59 löndum. 

Íslenskir slökkviliðsmenn hafa farið á fjölda heimsleika og komist á verðlaunapall á þeim öllum. Þar má nefna greinar eins og kraftlyftingar, körfubolti, íshokkí, frjálsar íþróttir, CrossFit, sund, veiði, mótokross og slökkviliðstengdar greinar.

Allar fyrisæturnar eru starfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

Hluti ágóðans af dagatalinu rennur til góðgerðarmála.

Við styrkjum afþreyingu fyrir börn kvenna sem koma í Kvennaathvarfið og einnig styrkjum við Birtu landssamband.

©2017